Himnaríki á Facebook

laugardagur, 15. október 2011

Himnaríki - geðklofinn gamanleikur var frumsýndur fyrir rúmlega fullu húsi í gærkvöldi og óhætt að segja að vel hafi til tekist. Áhorfendur voru í miklu stuði og voru margir enn hlæjandi þegar sýningunni lauk. Næstu sýningar verða:


Sunnudaginn 16. okt. kl. 20:00
Þriðjudaginn 18. okt. kl. 20:00
Þriðjudaginn 25. okt. kl. 20:00
Föstudaginn 28. okt. kl. 20:00
Laugardaginn 29. okt. kl. 20:00Miðapantanir í síma 893-1863 og 845-7795.


Minnum á leikhúsmatseðil í Ráðhúskaffi fyrir föstudags- og laugardagssýningar. Pantið í síma 483-1700.

fimmtudagur, 13. október 2011

Himnaríki - geðklofinn gamanleikur

Leikfélag Ölfuss frumsýnir leikritið Himnaríki - geðklofinn gamanleik, eftir Árna Ibsen þann 14. október í Versölum, Þorlákshöfn. Árni Ibsen var tilnefndur til Norrænu leikskáldaverðlaunanna 1996 fyrir þetta verk og hefur það verið sýnt í mörgum löndum Evrópu. Leikstjóri er Gunnar Björn Guðmundsson og með hlutverk fara Aðalsteinn Jóhannsson, Árný Leifsdóttir, Helena Helgadóttir, Ottó Rafn Halldórsson, Róbert Karl Ingimundarson og Þrúður Sigurðar.

Leikritið gerist í sumarbústað þar sem þrjú pör koma saman til að eiga skemmtilega helgi. Ýmiss konar mál koma upp og ástarflækjur gera vart við sig. Leikritið er leikið á tveimur sviðum samtímis og gerir það verkið afar sérstakt auk þess sem leikarar skella sér í heita pottinn í miðri sýningu.

Sýningar í október:
Föstudagur 14. okt. kl. 20:00 – frumsýning
Sunnudagur 16. okt. kl. 20:00
Þriðjudagur 18. okt. kl. 20:00
Þriðjudagur 25. okt. kl. 20:00
Föstudagur 28. okt. kl. 20:00
Laugardagur 29. okt. kl. 20:0


Miðaverð 2.000 kr. Ef hópur fer yfir 20 manns er miðinn á 1.800 kr. og ef fjöldi fer yfir 50 manns er hann á 1.500 kr

Miðasala í síma 893 1863 (Ásta) og 845 7795 (Hulda). Miðasala hefst klukkustund fyrir sýningu í Versölum. ATH. Posi ekki á staðnum.

Leikhúsmatseðill í Ráðhúskaffi

Forréttur:
Hvítlauksristaðir humarhalar á salatbeði

Aðalréttur:
Ofnbakað lambalæri með grilluðu grænmeti og bakaðri kartöflu

Eftiréttur í hléi:
Jarðarberja- og rabarbarasæla

Verð 3.500 kr. á mann
4.200 kr. m/fordrykk

Hægt er að panta mat fyrir sýningar í Ráðhúskaffi í síma 483 1700

fimmtudagur, 26. maí 2011

Aðalfundur og ný stjórn hjá LÖ

Aðalfundur LÖ var haldinn í Ráðhúskaffi í kvöld. Fundarstjóri var Árný Leifsdóttir og ritari Helena Helgadóttir. Ágæt mæting var og fóru fram hefðbundin aðalfundastörf. Meðal annars urðu breytingar á stjórn.

Úr stjórn gekk Magnþóra Kristjánsdóttir og þau Kolbrún Gunnarsdóttir og Jónas Höskuldsson gengu úr varastjórn. Ottó Rafn Halldórsson tekur nú sæti í stjórn og tekur við starfi gjaldkera félagsins. Þrúður Sigurðar verður áfram formaður, Helena Helgadóttir ritari, Hulda Gunnarsdóttir varaformaður og Árný Leifsdóttir meðstjórnandi. Birna Rut Árnadóttir og Róbert Karl Ingimundarson eru nýir varastjórnarmenn. Er nýju stjórnarfólki óskað hér með til hamingju.

Skýrslu stjórnar og styrkjanefndar má finna undir hlekknum fundargerðir og skýrslur hér til hægri.

Fundargerð aðalfundar verður svo birt hér á vefnum innan tíðar.

mánudagur, 16. maí 2011

Aðalfundur Leikfélags ÖlfussAðalfundur Leikfélags Ölfuss verður haldinn í Ráðhúskaffi, Þorlákshöfn fimmtudaginn 26. maí kl. 20:00. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verða verkefni leikársins kynnt og tekið fagnandi á móti nýjum félögum.

Leikfélag Ölfuss var stofnað haustið 2005 og hefur síðan þá sett upp 6 stórar sýningar auk þess sem félagið hefur tekið þátt í fjölmörgum uppákomum og smærri verkefnum. Félagið hefur vaxið og dafnað með hverju árinu og virkum félögum fjölgað jafnt og þétt. Góður andi og áhugasemi einkenna þennan félagsskap og markmiðið er alltaf að skemmta sjálfum sér og öðrum.

Allir velkomnir á aðalfund.

Stjórnin

miðvikudagur, 3. nóvember 2010

Næstu sýningar

2. sýning fimmtudaginn 4. nóvember kl. 20
3. sýning föstudaginn 5. nóvember kl. 20
4. sýning laugardaginn 6. nóvember kl. 20
5. sýning sunnudaginn 7. nóvember kl. 17

Miðapantanir í síma 898-4368 (Gróa) og 845-7795 (Hulda) og einnig í apótekinu.

Miðasala opnar einnig klukkustund fyrir sýningu í Versölum.


fimmtudagur, 14. október 2010

Sýningar hefjast!

Stútungasaga:

Frumsýning laugardaginn 23. október kl. 20
2. sýning sunnudaginn 24. október kl. 17
3. sýning þriðjudaginn 26. október kl. 20
...4. sýning þriðjudaginn 2. nóvember kl. 20
5. sýning fimmtudaginn 4. nóvember kl. 20
6. sýning föstudaginn 5. nóvember kl. 20
7. sýning laugardaginn 6. nóvember kl. 20

Miðapantanir í s: 898-4368 (Gróa) og 485-7795 (Hulda)

Frábær sýning sem enginn má missa af!

Sýnt í Versölum.

þriðjudagur, 5. október 2010

5.-9. október

Farið vel yfir í hvaða atriðum þið eruð og mætið þar sem við á.

Ath nú þurfa allir að mæta í þeim atriðum sem þeir eru í hvort sem þeir tala eða ekki

Þriðjudagur 5. okt

18.00 - Atriði 7

19.00 - Atriði 4 (Marteinn, Skarphéðinn og Torfi líka)

20.00 - Atriði 9

21.00 - Atriði 12

Miðvikudagur 6. okt.

19.00 - Allir leikarar - Læra lögin í sýningunni

21.00 - Tónlistarmenn

Fimmtudagur 7. okt.

18.00 - 6. atriði

19.00 - 8. atriði

20.00 - 10. atriði (Marteinn, Skarphéðinn og Torfi líka)

21.00 - 5. atriði

Föstudagur 8.

FRÍ (nema auðvitað leikmyndavinna, búningasaumur, leikmunasmíði o.þ.h. ;-)

Laugardagur 9. okt

11.00 1. atriði

12.00 11. atriði (æfing til 15.00)